Categories
Frétt

Ríkisstjórnin er fallin

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur tilkynnt að stjórnarsamstarfinu sé lokið. Sagði hann að Sjálfstæðisflokkurinn teldi þá kröfu, að Samfylkingin taki við forustu í ríkisstjórninni vera óaðgengilega fyrir Sjáfstæðisflokkinn. Geir mun ganga á fund Forseta Íslands í dag til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Geir sagðist ætla að ræða við formenn allra stjórnmálaflokkanna um framhaldið en teldi að eina raunhæfa niðurstaðan nú væri einhverskonar þjóðstjórn þar sem  flestir eða allir flokkarnir kæmu að málum. Þessa stundina velta allir Íslendingar fyrir sér hvert stefnt verður í íslenskum stjórnmálum, hvenær kosningar verða dagsettar og hvort skipt verði út seðlabankastjórum. Nokkur fögnuður braust út meðal fólks sem beið tíðinda utan við Alþingishúsið. Ingólfur Júlíusson þingfréttaljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is var á vettvangi í Alþingishúsinu.

 


Íslendingar fallast í faðma


Geir tilkynnir um stjórnarslit

bottom
Ingibjörg Sólrún ræðir við blaðamenn í svokölluðu Ráðherraherbergi Alþingishússins

Ljósmyndir: Ingólfur Júlíusson