Categories
Frétt

Þemaferðir á súpufundi

Nýtt ferðaþjónustufyrirtæki á Ströndum verður kynnt á súpufundi á Café Riis á Hólmavík fimmtudaginn 4. febrúar kl. 12:00. Það er Arnlín Óladóttir á Bakka í Bjarnarfirði sem kynnir fyrirtækið sem heitir Þemaferðir. Allir eru velkomnir á súpufundi á Café Riis, en það eru Þróunarsetrið á Hólmavík og Arnkatla2008 sem standa fyrir fundunum. Þeir sem áhuga hafa á að kynna fyrirtæki, félög eða verkefni, á súpufundi á næstu vikum, eru hvattir til að hafa samband við Sigurð Atlason framkvæmdastjóra Strandagaldurs eða Jón Jónsson menningarfulltrúa Vestfjarða.