Categories
Frétt

Þorrablót fóru vel fram

Í fréttatilkynningu um helstu verkefni lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku janúar kemur fram að fimm minniháttar umferðaróhöpp, sem tilkynnt voru til lögreglu, urðu á Vestfjörðum, þar af tvö við Hólmavík  og eitt í Vestfjarðargöngunum. Óhöpp þessi voru öll minniháttar, litlar skemmdir og engin slys á fólki.
Fimm voru teknir fyrir of hraðan akstur í nágrenni við Hólmavík og á svæði lögreglunnar á Holtavörðuheiðinni. Sá sem hraðast ók var á 125 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Höfð voru afskipti af nokkrum ökumönnum vegna ljósabúnaðar bifreiða og þá voru nokkrir ökumenn boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar. Þá vill lögregla brýna fyrir ökumönnum og fylgjast með ljósabúnaði bifreiða sinna og lagfæra ljós þegar þau bila.

Í umdæminu voru víða haldin þorrablót um helgina og var fjölmenni á þeim samkomum. Fóru þau öll vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.