05/11/2024

Taktu strætó til Hólmavíkur!


Boðið verður upp á nokkrar nýjungar í almenningssamgöngum frá og með 2. september, en þá hefur Strætó bs. áætlunarakstur frá höfuðborgarsvæðinu til Stykkishólms, Búðardals, Hólmavíkur og Reykhóla. Daginn áður tekur Strætó bs. við akstri milli Reykjavíkur og Akureyrar. Strætó gengur til Hólmavíkur mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, en þriðjudaga og fimmtudaga á Reykhóla. Verð miðast við fjölda gjaldsvæða sem farið er yfir en t.d. er staðgreiðsluverð 5.250.- með Strætó frá höfuðborgarsvæðinu til Hólmavíkur fyrir fullorðinn. Ef greitt er með farmiðum kostar 4.500.- fyrir fullorðinn, 1.575.- fyrir aldraða og öryrkja, 1.725.- fyrir ungmenni 12-18 ára og 675.- fyrir börn 6-11 ára frá Reykjavík til Hólmavíkur.

Boðið er upp á þráðlaust net í öllum vögnum. Þá hefur Strætó tekið í notkun svokallað rauntímakort þar sem hægt er að sjá staðsetningu vagnanna hverju sinni. GPS-búnaður sér til þess að hægt er að fara á strætó.is og innan skamms einnig í snjallsíma og fylgjast með ferðum vagnanna.