11/10/2024

Hópferðir á Ströndum

Nú hafa Alfreð Símonarson og Gunnar Jónsson á Hólmavík tekið upp þá þjónustu að bjóða upp á bíla fyrir hópferðir. Eru þeir með tvo bíla í takinu, 17 og 11 manna. Í auglýsingu segir að þeir bjóði upp á ferðir á Strandir, frá Ströndum og um Strandir. Vonandi verður mikið að gera hjá þeim félögum, enda eru bílarnir kjörnir fyrir minni hópa, lítil ættarmót, saumaklúbba, starfsmannaferðir, óvissuferðir, fundi eða hvað sem hugsast getur. Hægt er að ná í Alfreð í s. 861-3164 og stina@holmavik.is og Gunnar í s. 893-4622 og gsj@holmavik.is.