09/09/2024

Íþróttaæfingar falla niður

Afleitt veður er nú á Hólmavík og falla íþróttaæfingar Geislans niður í dag. Færð og skyggni innanbæjar er af mjög svo skornum skammti og kannski ráðlegast fyrir fólk að vera ekkert á ferðinni að óþörfu. Skólabörn úr sveitinni sunnan Hólmavíkur bíða átekta í skólanum og skólabíll fer ekki af stað fyrr en veður skánar.