24/07/2024

Sýslumaðurinn á Hólmavík tekur tímabundið yfir Ísafjörð

Frá HólmavíkBjörn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Kristínu Völundardóttur sýslumanni á Hólmavík að gegna tímabundið störfum sýslumanns á Ísafirði frá 1. september í fjarveru Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur sýslumanns á Ísafirði fram að áramótum, en Sigríður Björk fer til starfa hjá embætti ríkislögreglustjóra. Þar mun hún undirbúa breytingar vegna nýskipunar lögreglumála sem taka eiga gildi um áramót og tekur aftur við embætti sýslumannsins á Ísafirði eftir það.