16/10/2024

Bítlakvöld framundan í Bragganum

Hljómsveitin Get Back heldur stórdansleik í Bragganum á Hólmavík næstkomandi laugardagskvöld. Eins og nafnið gefur til kynna þá spilar sveitin bítlalög og eins víst að allir helstu slagarar sjötta áratugarins fái að hljóma af krafti. Hljómsveitin er skipuð valinkunnum tónlistarmönnum s.s. Gunnari Þórðarsyni og Ara Jónssyni. Veisluhlaðborð að hætti Café Riis verður á undan dansleiknum og hefst kl. 18:30. Áhugasamir um matarkræsingar skulu panta borð fyrir hádegi, föstudaginn 11. ágúst. Þetta verður lokadansleikur á vegum Café Riis í sumar en staðurinn lokar hefðbundinni sumaropnun sunnudaginn 27. ágúst vegna manneklu, en þá fer sumarstarfsfólk til náms og annarra starfa.


Hljómsveitin Get Back er skipuð valinkunnum tónlistarmönnum

Ljósm.: mbl.is