23/04/2024

Fornbílaklúbbur Íslands ferðast á Strandir

Félagar úr Fornbílaklúbbi Íslands verða á ferðalagi um Vestfirði vikuna 23.-30. júlí næstkomandi. Hópurinn verður á Hólmavík föstudagskvöldið 23. júlí frá því um kl. 20:00 og fram eftir kvöldi og ætla flestir að gista á tjaldsvæðinu þar. Öllum er velkomið að kíkja á bílana þar. Næsti viðkomustaður er svo Djúpavík daginn eftir, en nánar má fræðast um ferðalagið á www.fornbill.is.