13/09/2024

Kaldrananeskirkja lagfærð

Unnið hefur verið við endurbætur á Kaldrananeskirkju í Bjarnarfirði undanfarið, en bræðurnir Benjamín og Guðmundur Kristinssynir frá Dröngum eru um þessar mundir að skipta um járn á þakinu. Kaldrananeskirkja var byggð árið 1851 og var farin að láta mjög á sjá en það hefur verið unnið hægt og bítandi að viðgerðum og umhverfi hennar mörg undanfarin ár. Á þessu ári lagði Húsafriðunarsjóður milljón krónur til endurbyggingarinnar. Biskup lútherska söfnuðarins á Íslandi er að hefja yfirreið um Strandir á morgun og mun m.a. messa í Kaldrananeskirkju. Þess má geta að umsóknarfrestur til Húsafriðunarsjóðs vegna ársins 2006 er til 1. desember n.k.