22/07/2024

Sjálfsalinn ekki kominn í gang

Á strandir.saudfjarsetur.is birtist í gær frétt um nýjar eldsneytisdælur Olíufélagsins á Norðurfirði. Því miður var ekki alveg rétt með farið, því kortalestrarbúnaðurinn sem settur hefur verið upp er ekki kominn í gagnið enn. Kemst hann ekki notkun fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku og er ástæðan sú að ekki er tiltæk símalína, sem þessi búnaður þarf á að halda. Búist er við að starfsmenn Símans mæti í Árneshrepp í næstu viku og gangi þá frá þeim hluta. Að því loknu má búast við kortasjálfsalinn verði tekinn í notkun og að eftir það fáist eldsneyti á bifreiðar aðeins um kortasjálfsalann.