10/12/2024

Bensínsjálfsali í Norðurfirði

Á fréttavefnum www.litlihjalli.it.is kemur fram að í fyrradag setti Olíufélagið Esso upp sjálfsafgreiðslustöð á Norðurfirði sem leysir hefðbunda bensíndælu af hólmi. Nú verður allt borgað með greiðslukortum og þá er eins gott að muna pin-númerið. Einnig er hægt að kaupa svokölluð innkort í versluninni á staðnum. Margrét Jónsdóttir útibússtjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði segir þetta muni verða miklu þægilegra fyrir viðskiptavinina, að geta tekið bensín og olíu hvenær sem er á sólarhringnum og fólk ætti að vera fljótt að læra á sjálfsalann.