22/12/2024

Svipmyndir frá Hólmavík

Það var fallegt veður við Steingrímsfjörðinn í morgun og veðurblíðan setti svip á mannlífið á Hólmavík. Íbúar og ferðamenn spókuðu sig um á skyrtunni og sinnti hver sínu. Rækjuflutningaskip var við bryggju og stóð löndun sem hæst. Sævar Benediktsson dyttaði að Steinhúsinu sem er orðið hin mesta bæjarprýði og sagðist hlakka til að lesa pistla sveitarstjórnarmanna í Strandabyggð í Gagnvegi næstu vikurnar. Skólabörnin voru léttklædd úti í góða veðrinu og fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is smellti af nokkrum myndum í tilefni þessa fallega dags.

1

bottom

frettamyndir/2008/580-raekjuskip4.jpg

frettamyndir/2008/580-svipmynd2.jpg

frettamyndir/2008/580-raekjuskip1.jpg

Mannlíf og atvinna á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson