10/09/2024

Aðeins dregnar þrjár tölur í heimabingóinu

645-amst6

Heimabingó Sauðfjárseturs á Ströndum heldur áfram, en í dag voru aðeins dregnar þrjár tölur. Spennan eykst því töluvert. Tölurnar sem komu upp að þessu sinni eru: B-4, N-45 og G-58. Ef einhver er kominn með bingó hefur sá hinn sami tíma til hádegis næsta dag til að láta bingóstjórann Ester Sigfúsdóttir vita í síma 823-3324. Allt spjaldið er spilað þangað til fimm hafa tilkynnt um bingó, en fimm veglegir vinningar eru í boði. Bingóstjórinn hefur nú gert yfirlit yfir allar tölurnar sem eru komnar til að auðvelda fólki að fara yfir spjaldið og sjá hvort það sé með tölurnar sem duga.

Þær tölur sem eru komnar með tölunum í dag.

B-1, B-3, B-4, B-5, B-6, B-7, B -8, B-10, B-11, B-13, B-14 og B-15

I-16, I-17, I-18, I-20, I-21,  I-23, I-25, I-26,  I-27, I-28 og I-30

N-31, N-33, N-36, N-37, N-41, N-43,  N-44 og N-45

G-47, G-50,  G-51, G-52,  G-54, G-56, G-57, G-58, G-59 og G-60

O-61, O-62, O-63, O-64, O-65, O-66, O-67, O-68 O-70, O-72, O-73 og O-75.