11/11/2024

Stutt dagskrá á Degi íslenskrar tungu

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu þriðjudaginn 16. nóvember 2010 verður stutt og skemmtileg dagskrá fyrir börn og fullorðna í Héraðsbókasafninu á Hólmavík kl. 19:30. Jónasar Hallgrímssonar verður minnst og ýmislegt til gamans gert. Kaffi í boði og allir velkomnir. Bókasafnið verður síðan opið til kl. 21:00 og hægt að krækja sér í gamlar og nýjar bækur. Nýir meðlimir í bókasafnið boðnir sérstaklega velkomnir, árskort kostar aðeins 2.900.-