05/10/2024

Héraðsmót HSS í badminton

badminton

Héraðsmót HSS (Héraðssambands Strandamanna) var haldið laugardaginn 1. mars og var keppt í einum opnum flokki í tvíliðaleik. Að þessu sinni stóðu Þorsteinn Newton og Jón Jónsson uppi sem sigurvegarar eftir keppni dagsins, en Bjarki Guðlaugsson og Jón E. Halldórsson urðu í öðru sæti. Í þriðja sæti urðu síðan Svanhildur Jónsdóttir og Árný Huld Haraldsdóttir. Alls tóku 22 keppendur þátt í mótinu í 11 liðum. Héraðsmót HSS í badminton hefur nú verið haldið þrjú ár í röð með svipuðu sniði sama dag og góugleði er haldin á Hólmavík.