14/12/2024

Skemmtigöngur í skammdeginu

Gönguklúbburinn Gunna fótalausa sem hefur höfuðstöðvar á Fésbókinni hyggst standa fyrir gönguferðum í nágrenni Hólmavíkur í hádeginu alla þriðjudaga til áramóta. Er öllum velkomið að slást í hópinn og rölta á vit ævintýranna, en hver ferð tekur um það bil klukkustund. Hugmyndin með skammdegisgöngunum er að stuðla að félagsskap, útvist og hreyfingu í skammdeginu. Á þriðjudaginn kemur verður gengið frá kirkjugarðinum við Hólmavík og lagt upp kl. 12:10. Gönguhópurinn heitir eftir Strandakonunni Guðrúnu Bjarnadóttir sem lenti ung í miklum hrakningum, en varð síðar víðfræg fyrir smíðar á skipum og búsáhöldum.

580-gong2

Síðasta þriðjudag var gengið að Rostungskletti innan við Hólmavík