06/05/2024

Strandamenn á Stíl

Silja skeljaskrímsl Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavík sendi frá sér lið í hönnunarkeppnina Stíl sem að fór fram í Kópavogi um helgina, en þar er keppt í fatahönnun, förðun og hárgreiðslu. Þemað í ár var íslenskar þjóðsögur og Strandamenn breyttu sínu módeli í skeljaskrímsli. Í liðinu voru Birna Karen Bjarkadóttir, Sylvía Bjarkadóttir, Dagrún Ósk Jónsdóttir og Silja Ingólfsdóttir sem var módelið. Alls tóku 52 lið þátt í keppninni, en það er einmitt nákvæmlega jafn mörg lið og spilin í einum spilastokki. Félagsmiðstöðin Mekka í Kópavoginum bar sigur úr býtum, en módelið þeirra var í gerfi Lagarfljótsormsins. Þetta var mikið fjör og allir skemmtu sér konunglega.

1

bottom

frettamyndir/2007/580-still5.jpg

frettamyndir/2007/580-still1.jpg

frettamyndir/2007/580-still4.jpg

frettamyndir/2007/580-still2.jpg

Myndir frá Stíl 2007 – ljósm. Dagrún Ósk og Ester Sigfúsdóttir