23/12/2024

Störf við Leikskólann á Hólmavík

Sveitarfélagið Strandabyggð hefur auglýst tvö laus störf við leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík í haust. Fram kemur að spennandi tímar eru framundan í leikskólanum, en starfsfólk er að hefja vinnu við stefnumótun fyrir skólann og er fyrirhugað að innleiða nýja leikskólastefnu næsta vetur. Auglýst er eftir leikskólakennara í 100% starf og einnig nýtt 100% starf matráðs og ræstitæknis. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í netfanginu leikskolastjori@holmavik.is.
 


Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á skrifstofu
Strandabyggðar að Höfðagötu 3, ásamt ferilskrá og meðmælendum, fyrir kl.
12:00
á hádegi mánudaginn 27. júní. Frá þessu er sagt á vef Strandabyggðar – www.strandabyggd.is.