30/03/2023

Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma verður haldinn sunnudaginn 19. júní næstkomandi. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa. Náttúrustofa Vestfjarða tekur þátt í þessu átaki með Flóruvinum og verður göngu- og plöntuskoðunarferð farin frá Flugstöðinni á Hólmavík klukkan 10:30. Gengið verður um Kálfanesland og yfir í Stakkamýri. Leiðsögumaður verður Hafdís Sturlaugsdóttir.