24/04/2024

Kynningarfundur um lesblindu

Kynningarfundur um aðferðir til að glíma við lesblindu verður haldinn í Þróunarsetrinu á Hólmavík miðvikudaginn 10. febrúar kl. 20:00. Það eru Sturla Kristjánsson og Jón Einar Haraldsson sem halda kynninguna, en þeir eru báðir Davis ráðgjafar. Í kynningu segir: "Lesblindir eru ekki heimskir. Þvert á móti eru þeir klárir; lagnir í höndunum, útsjónasamir og hugmyndaríkari en gengur og gerist. Myndræn hugsun ef náðargáfa. Þeir sem eru með hana vita það varla, en lenda oft í basli með lestur, jafnvel sagðir lesblindir, reikniblindir eða með athyglisbrest." Allir eru velkomnir á fundinn.