24/04/2024

Steinhúsið lagfært

Framkvæmdir eru hafnar við að lagfæra Steinhúsið á Hólmavík og hafa vinnupallar til að laga þakið verið reistir. Kaupfélag Steingrímsfjarðar seldi húsið nú í sumar og voru systurnar Sigrún og Guðfinna Sævarsdætur kaupendurnir. Steinhúsið er elsta steinsteypta hús á Hólmavík eins og nafn þess gefur til kynna. Það var byggt 1911 og var lengi gistihús. Elsta steypta hús í sýslunni sem enn stendur er hins vegar Kollafjarðarneskirkja, steypt tveimur árum fyrr.

Stillansar við Steinhúsið – ljósm. Jón Jónsson