19/04/2024

Allir á námskeið í skyndihjálp!

Rauðikrossinn í Strandasýslu stendur fyrir námskeiði í skyndihjálp á Hólmavík 7.-9. nóvember næstkomandi. Þar verður kennd endurlífgun, meðferð beinbrota og blæðinga, ofkælingar og fleira sem nauðsynlegt er fyrir fólk að kunna og rifja upp öðru hverju. Kennt verður í Rósubúð, húsi Björgunarsveitarinnar Dagrenningar. Leiðbeinandi verður Gunnar S. Jónsson og tekur hann á móti skráningum á námskeiðið í síma 893-4622. Námskeiðið er 16 kennslustundir og hver kennslustund 40 mín, allir fá skírteini að námskeiðinu loknu og þeir sem eru í námi fá það metið til eininga.