29/05/2024

Blindhæðin við Hermann tekin af

Verktakafyrirtækið Fylling vinnur nú að því að taka af blindhæðina við Hermannslund, rétt utan við Hólmavík. Mikil bót er að þessari framkvæmd, því fyrir utan að vera leiðinda blindhæð og skapa hættu fyrir akandi vegfarandur eru mjög margir sem stunda útivist á Hólmavík sem rölta eða skokka þessa leið út fyrir minnismerkið um Hermann Jónasson. Jafnframt fara börn sem eiga leið á íþróttavöllinn í Skeljavík töluvert þarna um gangandi og hjólandi. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is bendir vegfarendum á að fara varlega á meðan vegagerðin stendur yfir.

Ljósm. Jón Jónsson