22/12/2024

Stefnt að útboði Strandavegar í vor

Kærufrestur er liðinn vegna þeirrar ákvörðunar Skipulagsstofnunar að 2,8 km vegagerð á Strandavegi og brúargerð yfir Staðará í botni Steingrímsfjarðar þurfi ekki að fara í umhverfismat. Engar kærur bárust til Umhverfisráðuneytis vegna þessa. Vegagerðin stefnir að því að bjóða verkið út í vor eða
byrjun sumars, en forsenda þess að það gangi eftir er að samningar náist
við landeigendur. Gangi það ekki þarf að liggja fyrir
eignarnámsheimild. Að auki þarf síðan framkvæmdaleyfi frá
sveitarfélaginu Strandabyggð.