19/04/2024

Óskað eftir góðu samstarfi

HamingjusteinnMenningarmála-nefnd Hólmavíkurhrepps hefur sent frá sér tilkynningu þar sem óskað er eftir góðu samstarfi við við íbúa hreppsins, fyrirtækja í verslun og þjónustu og stofnanir við framkvæmd Hamingjudaga á Hólmavík sem verða haldnir í annað sinn í sumar, dagana 29. júní – 2. júlí. Samstarfið felst m.a. í að fá fram hugmyndir að viðburðum og um framkæmd hátíðarinnar, þátttöku heimaaðila í skemmtidagskrá á útisviði og víðar, vörusölu og þjónustu í tengslum við hátíðina, samstarf við íbúa um skreytingu bæjarins o.fl.

Fyrstu drög að dagskrá Hamingjudagana voru lögð fram á opnum fundi fimmtudaginn 2. mars. Áhugasamir eru hvattir til að koma hugmyndum sínum um dagskrá eða óskum um beina eða óbeina þátttöku á framfæri við framkvæmdastjóra hátíðarinnar Bjarna Ómar Haraldsson eða Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps sem allra fyrst.

Síminn hjá Bjarna Ómari er 892 4666 og netfang bjarniomar@snerpa.is.