02/05/2024

Bifreið út af á Ennishálsi

Í vikunni sem var að líða gekk umferð nokkuð vel fyrir sig í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum, þó var tilkynnt um fimm umferðaróhöpp. Á miðvikudag var tilkynntum óhapp á bifreiðastæði Menntaskólans á Ísafirði, þar var ekið utan í bifreið og tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi. Tjón var minniháttar. Á fimmtudag urðu tvö umferðaróhöpp. Á gatnamótum Aðalstrætis og Skipagötu á ísafirði lentu tvær bifreiðar saman og sama dag lenti bifreið út af veginum á Ennishálsi á Ströndum. Minniháttar tjón varð á bifreiðum.

Föstudaginn var ekið utan í ljósastaur við Holtabraut á Ísafirði og stakk viðkomandi af. Sama dag var ekið á ljósastaur á Strandgötu á Patreksfirði, í því tilfelli var ökutækið óökuhæft og flutt af vettvangi með krana.  Í öllum tilfellum sluppu ökumenn og farþegar án meiðsla.

Lögregla óskar eftir upplýsingum ef einhver hefur upplýsingar um þau óhöpp þar sem tjónvaldar létu sig hverfa af vettvangi. Sími lögreglu er 450-3730.

Skemmtanahald í umdæminu fór vel fram og án verulegra afskipta lögreglu, en þorrablót voru haldin víða um umdæmið á laugardagskvöldinu.