04/10/2024

Félagsvist í Tjarnarlundi á skírdag

645-november3

Hið árlega spilakvöld um páskana verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ á skírdag, fimmtudaginn 17. apríl, og hefst spilamennskan klukkan 20:00. Þátttökugjaldið er 700 krónur og að auki er sjoppa og posi á staðnum. Það er nemendafélag Auðarskóla í Dölum sem stendur fyrir spilakvöldinu að venju, en Strandamenn hafa auk heimamanna verið duglegir að sækja félagsvist og aðrar skemmtanir í Tjarnarlund eftir að leiðin um Arnkötludal opnaðist.