01/05/2024

Opin fundur um afurðaverð til bænda í Dalabúð

Í HvalsárréttHaldinn verður opinn fundur í Félagsheimilinu Dalabúð, Búðardal, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:30 um málefni sauðfjárræktar. Efni fundarins er hækkun aðfanga til sauðfjárbænda og verðskrár fyrir dilkakjöt haustið 2008. Ástæða þess að boðað hefur verið til þessa fundar er sú að sauðfjárbændur hafa þungar áhyggjur vegna þeirra litlu verðhækkanna sem fram hafa komið í verðskrám sláturleyfishafa í haust. Það er Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu sem boðar til fundarins en framsögumenn verða Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra, Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands, Jóhannes Sigfússon formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Sigurður Jóhannesson formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. Aðrir sláturleyfishafar verða einnig boðaðir á fundinn.