03/05/2024

Strandamenn á heimaslóðum ennþá 748

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda eftir sveitarfélögum þann 1. júlí 2008 eru Strandamenn búsettir í héraðinu ennþá 748 talsins, eins og þeir voru um síðustu áramót. Hins vegar eru nokkrar breytingar á tölunum milli sveitarfélaganna fjögurra á Ströndum. Mest áberandi er að íbúum í Strandabyggð hefur fækkað um 14 frá síðustu áramótum og 22 frá 1. júlí 2007 eins og sjá má í töflu hér að neðan. Af öðrum stöðum á Vestfjörðum má nefna að áberandi fækkun er milli 2007 og 2008 í Ísafjarðarbæ, Bolungavík og Vesturbyggð, eins og í Strandabyggð, en hin ágætasta fjölgun í Reykhólahreppi. 

 

 

1.jan.07

1.júl.07

1.jan.08

1.júl.08

Árneshreppur

49

47

48

49

Kaldrananeshreppur

101

109

103

106

Strandabyggð

507

507

499

485

Bæjarhreppur

100

104

98

108

Samtals

757

767

748

748