03/05/2024

Enn um haförninn unga

Haförn

Haförninn ungi sem náðist svo rækilega á mynd að hægt var að lesa á merkin á löppunum á honum um daginn er enn við Steingrímsfjörðinn. Meðfylgjandi myndir voru teknar við Sauðfjársetrið í Sævangi í dag, þar sem hann sat hinn spakasti á girðingarstaur og fylgdist með framkvæmdum. Örninn sem hefur nú fengið nafnið Arnar Ungi kom úr eggi í vestanverðum Reykhólahreppi í fyrravor og er því ekki orðinn ársgamall.

Örn Örn Örn

Arnar Ungi (nr. 382) – ljósm. Jón Jónsson