14/04/2024

Spurningakeppninni frestað

Fyrsta keppniskvöldinu í Spurningakeppni Strandamanna, sem fara átti fram í kvöld í Félagsheimilinu á Hólmavík, hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum. Ekki hefur verið ákveðin önnur dagsetning fyrir viðburðinn, en ný dagsetning verður auglýst um leið og hún liggur fyrir. Strandamenn eru hvattir til að láta þessi tíðindi berast eins víða og mögulegt er, sérstaklega til allra þeirra sem höfðu hugsað sér að mæta á keppnina í kvöld.