Categories
Frétt

Vinstri grænir á ferðinni á Ströndum

Frambjóðendur Vinstri grænna, Jón Bjarnason þingmaður, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir og Rósmundur Númason á Hólmavík, verða á ferðinni á Ströndum í dag og á morgun til að ræða við fólk og kynna áherslur listans. Í kvöld verða frambjóðendurnir með fund í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi kl. 20:30 og eru allir velkomnir. Á morgun verða síðan heimsóttir vinnustaðir á Hólmavík og nágrenni.