14/04/2024

Heimsókn á Nauteyri

NauteyriFréttaritari strandir.saudfjarsetur.is brá sér í sunnudagsrúnt yfir á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi og hitti þar fyrir Ólaf B. Halldórsson, sem var þar við vinnu sína. Á Nauteyri er rekin fiskeldisstöð sem elur þorskseiði og eru seiðin veidd á haustin í Ísafjarðardjúpi og eru þá um 2 gr. að þyngd. Þau eru síðan alin á Nauteyri fram til vors og eru þá orðin um 70-100 gr. Síðan flutt í sjókvíar við Súðavík og alin þar til þau ná 4 kg þyngd og þeim þá slátrað.


Ólafur Björn sagði að á Nauteyri væru 2 starfsmenn, hann og Guðbjörn
Sigurvinsson og um margt væri að hugsa, því í stöðinni væru nú um 7 til
800 þúsund seiði, aðallega þorskur og nokkrar ýsur.

Þeir dæla um 87 l/s af 2° heitum sjó, og bæta síðan heitu vatni við í eldiskörin, sem eru um 1000 m3 og þeim er haldið um 8° heitum.

Ólafur sagði að þeir félagarnir ynnu oftast báðir í stöðinni, en tækju sér frí aðra hverja helgi.

 Ólafur við fiskidælu sem ma. er notuð við að dæla seiðum í land á vorin.

Ásbjörn Nói Jónsson ásamt ömmu Signý. Ásbjörn hafði aldrei séð svona stórt fiskabúr.

Það eru um 1000 rúmmetrar af sjó í stöðinni.

Ljósmyndir BSP