25/04/2024

Skotlandsferð vestfirskra skógarbænda

Vestfirskir skógabændur í námsferð um Skotland komu, sáu og sigruðu á Lochaber Hálandaleikunum í Fort William. Eftir hefðbundinn sekkjapípuleik og staurakast kom að hápunktinum,  alþjóðlegri níu liða keppni í reiptogi, „tug o’ war“. Vasklegt lið Íslendinganna kom öllum á óvart, sigraði Svía auðveldlega og hafði lítið fyri því  það leggja sjálft Evrópusambandið. Í úrslitakeppninni mættu Vestfirðingarnir  belgískum beljökum sem greinilega höfðu ætlað sér sigur. Þeir máttu sín samt lítils gegn íslensku „skógarhöggsmönnunum“  og voru dregnir léttilega í þrígang yfir markið.

Það var hinn þekkti plötusnúður, Sir Jimmy Savile, sem afhenti verðlaunin, lokað umslag og viskíflösku á hvern hinna átta liðsmanna. Mótstjórinn átti síðasta orðið og tjáði áhorfendum að úrslitin hefðu ekki átt að koma neinum á óvart, sterkasti maður heims væri Íslendingur og hefði samt ekki komist í liðið og framvegis skyldu Skotar muna það í hvert sinn sem þeir opnuðu sardínudós að það eru þessir karlar sem troða í dósirnar. 

Þegar Vestfirðingarnir komu síðan til stórborgarinnar Glasgow, mættu þeir æstum aðdáenum sem kröfðust eiginhandaráritunar af þessum sterku mönnum sem heillaðir áhorfendur töldu vera skógarhöggsmenn.

Skógarbændur taka á.

Jimmy Saville lærði íslensku á staðnum og óskaði hetjunum  til hamingju á því ástkæra ylhýra.

Sigurliðið með sigurlaunin.