24/06/2024

Flugeldasala og brennur

BrennaNú fara Strandamenn að huga að kaupum á flugeldum, eins og aðrir landsmenn. Útsölustaðir björgunarsveitanna á Ströndum eru samkvæmt vefnum www.flugeldar.is í aðstöðu björgunarsveitarinnar í Árneshreppi og í björgunarsveitarhúsunum á Drangsnesi og Hólmavík. Ekki hafa borist spurnir af opnunartíma. Töluvert efni er búið að draga í brennu við Skeljavíkurrétt, utan við Hólmavík, þar sem venjan er að halda brennu seinnipartinn á gamlársdag.

Veðurspáin fyrir gamlárskvöld hefur batnað töluvert síðan í morgun og vonandi heldur hún áfram að batna. Nú er spáð suðlægri átt á gamlársdag, víða 13-18 m/s og slydda eða snjókoma, einkum sunnan- og vestan til á landinu. Heldur hægari suðvestanátt og él undir kvöld. Hiti í kringum frostmark.