26/04/2024

Skóli hefst 8:10 á Hólmavík

Í tilkynningu frá skólastjóra Grunnskólans á Hólmavík til foreldra og forráðamanna nemenda kemur fram að ákveðið hefur verið til reynslu að hefja kennslu kl. 8:10 á morgnanna. Morguntörninni lýkur þá kl. 12:40 í hádeginu, en kennsla hefst aftur hjá þeim sem eru í kennslu eftir hádegi kl. 13:10 eins og verið hefur undanfarin ár. Nemendur í 5.-10. bekk geta keypt léttan hádegisverð í Grunnskólanum og er sú þjónusta einkum hugsuð fyrir nemendur sem eiga að mæta í skóla eða íþróttir eftir hádegi.

Kostar máltíðin 300 krónur og þurfa nemendur að tilkynna fyrirfram hvaða daga þeir hyggjast kaupa hádegisverð. 

Ritstjórn strandir.saudfjarsetur.is hefur ekki haft spurnir af því hvernig fyrirkomulag verður með skólaskjól og aðstoð við heimanám í vetur.