19/04/2024

Sjónvarpað um gervihnött

Báðum útvarpsrásum Ríkisútvarpsins og Sjónvarpinu verður endurvarpað um gervihnött frá og með 1. apríl. Við það nást útsendingar Ríkisútvarpsins um allt land og miðin í kring sem og víða í útlöndum. Þetta verður kærkomin breyting fyrir þau heimili á Ströndum sem ekki hafa búið við nægilega góð skilyrði og jafnræði við aðra íbúa landsins hvað varðar sjónvarpssendingar Ríkisútvarpsins og einnig þar sem Rás 2 næst ekki enn. Setja þarf upp gervihnattadisk til að ná þessum útsendingum.