28/03/2024

Sjómannadagurinn á Hólmavík

Björgunarsveitin Dagrenning og Ungmennafélagið Geislinn taka höndum saman og verða með vegleg veisluhöld fyrir alla fjölskylduna í tilefni sjómannadagsins sunnudaginn 11. júní. Dagskráin hefst kl. 11:00 með marhnútaveiðikeppni á bryggjunni fyrir ungu kynslóðina. Verðlaunaskjöl verða afhent fyrir flesta veidda fiska, mesta veginn afla auk þess fyrir stærsta og minnsta fiskinn.

Kl. 14:00 er skemmtidagskrá við höfnina, hoppukastalar, blöðru- og nammisala á staðnum. Hætt er við að einhverjir vökni og kl. 16:00 hefst kaffisala í Félagsheimilinu. Árið 2017 eru 80 ár frá stofnun Dagrenningar og er því fagnað með einkar glæsilegu kökuhlaðborði. Kaffið kostar kr. 2500 fyrir 16 ára og eldri en 1000kr. fyrir 6-15 ára. Posi er á staðnum.