25/09/2023

Skíðafélagsmót á laugardag

Merki SkíðafélagsinsSkíðafélag Strandamanna stendur fyrir félagsmóti í skíðagöngu með frjálsri aðferð á morgun, laugardaginn 24. mars, í Selárdal við Geirmundarstaði og hefst mótið kl. 11:00. Startað verður með hópstarti og verður 12 ára og yngri startað fyrst og 13 ára og eldri þegar yngri keppendurnir hafa lokið keppni. Mótið er öllum opið og skráð er á staðnum. Sigurvegarar í hverjum flokki eru Strandameistarar í skíðagöngu. Úrslit í Strandagöngunni, myndir og fleiri fréttir af félaginu er að vinna á vef þess http://blog.central.is/sfstranda.