30/03/2023

Hvalaskoðun frá Hólmavík í sumar

Hvalaskoðunarfyrirtækið Láki Tours sem er með höfuðstöðvar í Grundarfirði ætlar að færa út kvíarnar og bjóða upp á hvalaskoðun frá Hólmavík í sumar. Reglulegar ferðir verða farnar þrisvar sinnum á dag á tímabilinu frá 15. júní – 20. ágúst. Þetta kom fram á súpufundi ferðaþjónustunnar á Café Riis á Hólmavík nú í hádeginu. Verð fyrir ferðina sem er um tveir tímar er áætlað 6.990.- ISK. Vefsíðu Láka Tours má finna á þessari vefslóð, en þar er nú þegar hægt að bóka í ferðirnar frá Hólmavík, en síðustu ár hefur fyrirtækið boðið upp á siglingar frá Ólafsvík sem verða áfram í boði.