08/11/2024

Sameiginlegur fundur og kosningakaffi í Strandabyggð

Framboðin í Strandabyggð, J-listi og V-listi, hafa ákveðið að halda sameiginlegan framboðsfund í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fundurinn verður haldinn fimmtudagskvöldið 27. maí og hefst kl. 20. Þar verða framboðin kynnt og spurningum úr sal svarað. Fundurinn verður einnig sendur út á netinu og hægt að nálgast með því að smella hér. Einnig hafa framboðin ákveðið að halda sameiginlegt kosningakaffi á kjördag og verður það haldið í Félagsheimilinu frá kl. 14-17 á laugardaginn. Allir eru hjartanlega velkomnir á framboðsfundinn og kosningakaffið.