10/12/2024

Sameiginlegur fundur framboða í Strandabyggð

Í fréttatilkynningu kemur fram að framboðslistarnir í Strandabyggð, J-listi og V-listi, hafa tekið höndum saman um að halda sameiginlegan framboðsfund á Hólmavík í næstu viku. Nánari staðsetning og tímasetning verður auglýst síðar. Þar verða framboðin kynnt, fjallað um stefnumál listanna og tekið við spurningum úr sal. Einnig hafa framboðslistarnir ákveðið að standa fyrir sameiginlegu kosningakaffi fyrir alla íbúa Strandabyggðar á kjördag, laugardaginn 29. maí.