19/04/2024

Undirskriftarbók komið fyrir við gamla barnaskólann

Komið hefur verið fyrir undirskriftarbók við gamla barnaskólann við Kópnesbraut þar sem farið er fram á að sveitarstjórn Strandabyggðar fresti ákvörðun um niðurrif hússins fram yfir 30. nóvember. Þann dag er áætlaður fundur hjá Húsafriðunarnefnd ríkisins og verður fjallað á honum um fyrirhugað niðurrif. Sveitarstjórn Strandabyggðar sér ekki ástæðu til að fresta niðurrifi hússins þangað til. Þeir íbúar Strandabyggðar sem myndu vilja hinkra með endanlega ákvörðun fram yfir fund Húsafriðunarnefndar eru hvattir til að rita nöfn sín í bókina og sýna þannig hug íbúanna til framkvæmdarinnar en mikil umræða hefur verið um hana á spjalltorgi strandir.saudfjarsetur.is. Á öllu er að skilja að sveitarstjórn Strandabyggðar telji að mestmegnis brottfluttir íbúar vilji friða húsið með öllum ráðum, segir í fréttatilkynningu.


Texti bónarbókarinnar góðu við gamla barnaskólann á Kópnesbraut