29/03/2024

Dagur íslenskrar tungu

Í dag er dagur íslenskrar tungu, en 16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996 og á honum fer fram fjöldi viðburða víða um land og verðlaun og viðurkenningar eru veittar fyrir störf í þágu íslensks máls. Þá eru landsmenn hvattir til að draga íslenska fánann að húni. Ekki er vitað um marga atburði á Ströndum tengda þessum degi, en þó var Búkolla leiklesin í leikskólanum á Hólmavík í morgun við góðar undirtektir barnanna. Meginmarkmiðið með deginum er að beina athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.

Þess má til gamans geta að Strandagaldur fékk sérstaka viðurkenningu fyrir gott starf og stuðning við íslenska tungu árið 2004.