13/12/2024

Ekkert gerist með sölu Café Riis

Eðvarð Björgvinsson múrarameistari í Hafnarfirði og eigandi veitingastaðarins Café Riis á Hólmavík segir að illa gangi að selja staðinn en hann hefur lýst því yfir að hann sé til sölu. Eðvarð segir hinsvegar að margir séu að spá í kaupin en lítið sé að gerast í sölunni engu að síður. Hann segist efast um að mikil alvara sé að baki hjá þeim sem hafa haft samband við hann vegna sölunnar og vill því hvetja áhugasama að hafa samband við sig. Síminn hjá Eðvarði Björgvinssyni er 897 6533 og netfangið hjá honum er lyng@talnet.is.