28/04/2024

Ríkisstjórnin fundar með Vestfirðingum

Ríkisstjórn Íslands heldur fund á Ísafirði í næstu viku með sveitarstjórnarfólki úr öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum. Í frétt á heimasíðu RÚV kemur fram að ríkisstjórnin boði aðgerðir til uppbyggingar á Vestfjörðum, meðal annars í mennta- og velferðarmálum. Í viðtali við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kemur fram að málin voru rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun og hefur forsætisráðherra áhyggjur af atvinnuástandi og fólksfækkun á Vestfjarðakjálkanum. Fram kemur að aðgerðirnar svipi til þeirra sem ríkisstjórnin kynnti á Suðurnesjum í lok síðasta árs. 

Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, mun kynna brýnustu áherslur og hagsmunamál Stranda og Reykhólahrepps fyrir ríkisstjórninni, en einnig verða framsögur frá fulltrúum annarra svæða á Vestfjörðum og sameiginleg kynning frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.