22/07/2024

Rafmagnstruflanir vegna seltu

Rafmagnstruflanir hafa verið nokkrar á Ströndum síðasta sólarhringinn, einkum norður í Árneshreppi og líka vestur í Djúpi og víðar. Ekki er um alvarlegar bilanir að ræða, en línur slá út vegna seltu sem sest á spennistöðvar heima við bæi og einangrara á rafmagnsstaurum með þeim afleiðingum að það leiðir út. Ástandið er að verða viðráðanlegt þessa stundina og línumenn hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík komast sennilega fljótlega heim í jólagrautinn. Vonandi hafa þeir það síðan náðugt um jólin.