19/09/2024

Jólalag eftir tengdason Stranda

Út er komið nýtt jólalag með Hildi Völu Idolstjörnu sem heimsótti okkur Strandamenn í sumar og kom fram á tónleikum Jóns Ólafssonar í Hólmavíkurkirkju. Lagið heitir "Gleðileg jól" og er höfundur þess Trausti Bjarnason og höfundur textans er systir hans Ragnheiður Bjarnadóttir. Þau sömu sömdu einmitt sigurlagið sem Heiða Ólafs söng svo glæsilega í Dægurlagakeppni Sauðárkróks síðastliðið vor. Þau systkin eru ættuð úr Önundarfirði og Trausti hefur þau tengsl við Strandir að hann er tengdasonur Sveinbjörns Jónssonar í Skálholtsvík. Lagið er enn sem komið er aðeins hægt að nálgast á tonlist.is með því að smella á tengilinn hér að framan eða með því að biðja um spilun þess á útvarpsstöðvum.