14/09/2024

Hreinsunarátakið gekk frábærlega

Í dag var farið í heilmikið hreinsunarátak á Hólmavík sem virðist hafa borið mikinn og góðan árangur. Hólmavíkurhreppur tók höndum saman með íbúm á Hólmavík og í allan dag mátti sjá fólk í bænum hreinsa til allt sem til féll, klippa tré, mála, smíða, tína rusl, hreinsa götur, hús og garða og í rauninni gera allt sem talist getur stuðla að fegrun bæjarnis. Bænum var skipt upp í nokkur hverfi og hjálpuðust því nágrannar að við að fegra sitt nánasta umhverfi. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is, Arnar S. Jónsson, var á ferðinni í bænum og smellti af nokkrum myndum af framtakssömum, glaðbeittum og duglegum Hólmvíkingum að störfum.

 

Siggi Atla, Daníel og Hafdís voru að tæta upp gras milli gangstéttarhellna en gáfu sér samt tíma í myndatöku.

Siggi Marri og Konráð glaðbeittir að henda jarðvegi í hreppsbílinn.

Nonni Villa og Bjössi Péturs á fullu með skóflurnar.

Jónsi Laugja þrífur Kópnesbrautina.

Siggi Atla og Brynja Karen Daníelsdóttir sópa stétt við Hafnarbraut.

Salbjörg og María Mjöll að mála grindverkið kringum leikvöllinn í Höfðahverfi.

Ingvar Pétursson lætur kræklótta runna í Víkurtúni fá það óþvegið.

Siggi Villa í sturtu, enda var heitt í veðri þegar ljósmyndara bar að garði.

Snorri Jónsson stjórnar gröfu á leikvellinum í Höfðahverfi, en þar var m.a. byrjað að setja upp leikkastala.

Menn hvíldu sig milli erfiðra verka, hér eru menn og konur að fá sér smá kaffi- og gosdreitil í blíðunni.

Jón Halldórsson gerði heiðarlega tilraun til að moka burt KSH bílunum, án árangurs þó.

Mundi Páls broshýr að venju, að gröfustörfum við Kvenfélagshúsið.

Mæðgurnar Margrét Vagnsdóttir og Ágústa Halla Guðjónsdóttir mála grindverk í garðinum sínum.

Villi Sig. sprautar duglega á Vitabrautina.

Ljósm. Arnar S. Jónsson